Armband innsæis ~ persónulegar leiðbeiningar

Armband innsæis ~ persónulegar leiðbeiningar

 • Um er að ræða armband fyrir orkustöðvarnar þínar (ein stærð).
   

 • Ellý sendir þér armbandið ásamt persónulegum leiðbeiningum til þín bréfleiðis hvernig þú stillir orkuna þína út frá orkustöðvunum sjö. 
   

 • Armbandið er búið til úr fallegum steinum fyrir hverja orkustöð. Þá eru leiðbeiningarnar sem þú færð þar sem Ellý fer yfir það hvernig þú stillir þig og tengir við innsæi þitt í upphafi og lok hvers dags. 
   

 • Leiðbeiningar fylgja

  Þú sendir Ellý fæðingarupplýsingar og heimilisfang og hún sendir þér persónulegar leiðbeiningar með armbandinu þínu.

 • Kaupa/panta: Armband innsæis

  • Leggur inn 3990,- krónur og sendir staðfestingu greiðslu ásamt nafni, fæðingardegi og fæðingarári (og heimilisfangi en Ellý sendir það til þín í pósti) á netfangið ellyarmanns@icloud.com

  • Ellý sendIr þér armbandið ásamt leiðbeiningum til þín bréfleiðis hvernig þú stillir orkuna þína út frá orkustöðvunum sjö. 

  • Armbandið er búið til úr fallegum steinum fyrir hverja orkustöð. Þá eru leiðbeiningarnar sem þú færð þar sem Ellý fer yfir það hvernig þú stillir þig og tengir við innsæi þitt í upphafi og lok hvers dags. 

   Takmarkað upplag.

   Pantaðu núna - ekki á morgun.

  • Bankaupplýsingar (Elí­as ehf) :
  • 0133-26-82
  • 540520-0970

    

  * frí heimsending

 • 7  ORKUSTÖÐVAR  OKKAR

  Rótarstöðin (Mooladhara Chakra) 

  Rótarstöðin er fyrsta orkustöðin sem mig langar að biðja þig að veita athygli. Litur hennar er rauður. Þú jarðtengist í gegnum þessa stöð og hún hefur áhrif á almenna orku, ástríðu, eðlishvöt og sjálfsbjargarviðleitni hjá þér....
   

  Hvatastöðin (Swadhisthana Chakra)

  Hvatastöðin er orkustöðin sem er önnur í röðinni en hún er staðsett rétt neðan við nafla, og er aðal litur hennarappelsínugulur. Þessi orkustöð er lílka kölluð magastöð eða tilfinningastöð en hún er miðpunktur tilfinninga og skynsemis...

   

  Þindarstöðin / sólar plexus (ManiPura) 

  Þindarstöðin er þriðja orkustöðin í líkama þínum og er hún gulbrún á litinn. Hún tengist eldi, orku og hleðslu. Það er einmitt í þessari orkustöð líkamans sem persónulegur máttur þinn er staðsettur. Orkustöðin stýrir árangri og velgengni í starfi þínu og líka einkalífi. Þessi orkustöð hefur áhrif á maga, lifur, þarma, ristil, bris ásamt því að ná einnig til augna og andlits þíns.... 

   

  Hjartastöðin (Anahata Chakrass) 

  Hjartastöðin er fjórða orkustöðin en hún er staðsett rétt ofan við brjóstin. Þessi orkustöð er græn á litinn og tengist samböndum þínum og tengingu við aðra auk þess aðhafa áhrif á hendur, húð, skjaldkirtil og eitla líkama þíns.

  Þegar þessi stöð er í jafnvægi ertu líka í tilfinningalegu jafnvægi og upplifir skilyrðislausa ást...

  Hálsstöðin (Vishuddhi Chakra)

  Hálsstöðin er fimmta orkustöðin í röð aðal orkustöðvanna. Hún er blá að lit og er staðsett, eins og nafnið gefur til kynna, í hálsinum. Þessi orkustöð tengist aðallega hálsinum, skjaldkirtlinum, kjálka og tönnum og hefur áhrif á samskipti, heyrn, hlustun, sjálfsþroska og ákvarðanatöku...

  Ennisstöðin (Ajna Chakra)

  Ennisstöðin er stundum nefnd þriðja augað enda er hún staðsett á milli augabrúnanna og á Sanskrít þýðir orðið Ajna þriðja augað. Litur þessarar orkustöðvar er indigo blár og er hún miðpunktur innri skynjunar og innsæis þíns. Hugmyndir, draumar, metnaður, markmið, innri styrkur og sjálfsmynd þín eiga þar rætur. Þessi orkustöð hefur áhrif á augu, nef, eyru, heila, taugakerfi og heiladingul...

  Höfuðstöðin (Sahasrara Chakra)

  Höfuðstöðin er sjöunda orkustöðin og er staðsett efst á höfðinu eða við hvirfilinn, enda er hún stundum nefnd hvirfilstöðin. Eins og rótarstöðin tengir hún þig við jörðina og gefur jarðtengingu, tengir höfuðstöðin þig við alheiminn. Þessi orkustöð sogar inn alheimsorkuna eða lífskraftinn og dreifir orkunni til hinna sex orkustöðvanna sem eru fyrir neðan í líkamanum. Hún er fjólublá á litinn og hefur áhrif á höfuð, heila, eyru, augu, beinagrindina, vöðva og húðina þína líka.  Ofvirkni í höfuðstöðinni leiðir til þráhyggju og þá gagnvart fortíðinni og líka framtíðinni...

  Það er mikilvægt að orkustöðvarnar þínar séu allar í jafnvægi og virki eins og best verður á kosið alla daga, alltaf. Þú getur hugað að orkustöðvum þínum á meðvitaðan og markvissan hátt með því að fara eftir því sem ég sendi þér með þínu eintaki af armbandi innsæis sem ég skrifa persónulega fyrir þig út frá fæðingardegi þínum og ári. 

  Ljós til þín alla daga, ávallt.

  Ellý Ármanns 
  elly@vellidan.com

3.990krPrice
Color