nýtt líf I vellíðan

Screen Shot 2019-03-12 at 12.38.32 PM.pn
 

7 dagar = betra líf

Ertu orkulaus?  Upplifir þú stöðuga verki og sársauka?  Áttu í erfiðleikum með að létta þig sama hversu mikið þú reynir? Ertu með húðvandamál, meltingartruflanir, árstíðabundin ofnæmi eða langvarandi sársauka? Þessi einkenni eru oft, ef ekki alltaf, í beinu samhengi við mataræðið. Endurræstu þig með 7 daga áskorun þar sem þér er leiðbeint á hverjum degi með daglegum mataruppskriftum,  fróðleik og stuðning.Næsta mánudag hefst þessi áskorun byggð á viku löngu matarplani, æfingaplani og uppskriftum sem hentar öllum.

- Daglegar mataruppskriftir*

- Æfingar (framkvæmir þær heima í stofu)
- Fróðleikur

- Stuðningur

- Facebook síða (lokuð)

Spurningin er einföld:  Viltu
 virkilega upplifa breytingar til betra lífs þegar kemur að þyngd, svefni, liðamótum, húð og almenna vellíðan svo fátt eitt sé nefnt? Þá er þessi áskorun fulllkomin fyrir þig. Ég er með eitt skýrt markmið að leiðarljósi og það er að lifa betra heilsusamlegra lífi með því að borða rétt, hreyfingu og jákvæðu hugarfari.  

Umsjón hefur Ellý Ármanns.
,, Sykur, hveiti, ger, áfengi og allar unnar matvörur fara ekki inn fyrir mínar varir. Ef þú vilt vera samferða mér þegar kemur að æfingum og  borða hollan yndislegan mat eins og ég geri þá mun allt breytast hjá þér eins og það gerði hjá mér.  Ég léttist, orkan jókst, liðirnir urðu skyndilega góðir, upplifði strax gott líkamlegt og andlegt jafnvægi, nartlöngun hvarf og svo lengi mætti telja. Taktu eina viku föstum tökum með mér. Þetta er skemmtilegt og áhrifaríkt ferðalag. " - Ellý flotþerapisti og hóptímakennari í Reebok Fitness.


*Um er að ræða sykur - og hveitilausar uppskriftir sem og sellerí-áskorun.

Verð 9.900.- krónur. Reikningur 0323-26-5859 kt: 1305705859 . Þú sendir greiðslukvittun á netfangið elly@vellidan.com.   ATH: Mikilvægt er eftir að þú millifærir að senda einnig tölvupóst til elly@vellidan.com úr netfangi þínu.
Vertu með I Vellíðan.com I Wellness

 
Screen Shot 2019-03-29 at 3.33.43 PM.png

Æfingar - daglega

Ellý sendir þér æfingar á hverjum degi í heila viku sem þú síðan gerir áfram eftir þessa vikulanga áskorun (á því leikur enginn vafi því æfingarnar eru auðveldar og skilvirkar).

Vertu hugrökk - stattu með þér - lífið er núna

 
sellery.jpg

Ellý Ármanns

Flotþerapisti, hóptímakennari, selleríelskandi & spákona

Ellý hefur unun af því að borða holla og nærarríka fæðu. Í gegnum árin hefur hún sankað að sér aragrúa af uppskriftum og nýtur þess að bjóða vinum og vandamönnum í mat að smakka. Uppskriftir Ellýar eru byggðar á Whole30 mataræðinu  þar sem hvorki sykur, hveiti, né aðrar unnar matvörur eru notaðar. Nú býðst þér að vera samferða Ellý í þeim heilbrigða lífstíl sem hún lifir.  

Hóptímakennarinn Ellý:

Ellý er hóptímakennari í líkamsræktarstöðvum Reebok Fitness á Íslandi. Þar leiðir hún tíma sem byggðir eru upp á því að styrkja og móta allan líkamann. Æfingarnar eru gerðar í heitum sal (36-38 gráður). Ellý notast við lóð, teygjur og eigin líkamsþyngd. Unnið er í lotum með mörgum endurtekningum. Fjölbreyttar styrktar æfingar sem henta byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn vinnur með sínar þyngdir og á sínum hraða.

Hugleiðsla í núvitund er henni kær. Hér má heyra möntru Ellýar sem fjöldi Íslendinga notast við.

Ellý stýrir einnig Foam Flex tímum í Reebok Fitness sem er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvefjum og triggerpunktum ásamt átaksteygjum í heitum sal. Þá notast hún við foam rúllur og bolta.

Flotþerapistinn Ellý:

Ellý hefur reynslu af því að vinna í vatni en hún leiðir samflot í Sundhöll Reykjavíkur öll sunnudagskvöld sem eru vel sótt. Hún hefur staðið fyrir slökunarhelgum þar sem spádómar, hugleiðsla, nærandi vatnsmeðferðir og flot eru í aðalhlutverki. Ellý notast við flothettuna http://www.flothetta.com .

 

wellness I vellíðan

~ GEFÐU ÞÉR EINA VIKU ~

Ef þú ert ennþá að hugsa um að setja þig í fyrsta sæti þá skaltu gera eitthvað í því.... núna. Ekki seinna. 

Gefðu þér *sjö daga* þar sem þú færð ráðgjöf, uppskriftir og stuðning sem gjörbreytir lífi þínu til hins betra. Í þessari áskorun er 7 daga sellerí áskorun einnig innifalin.

Ekki gera ekki neitt. Skráðu þig. Þetta er ein vika.

EIN VIKA sem þú gefur þér.