A_nota.png
 
Screen Shot 2019-03-29 at 3.33.43 PM.png

SJÁLF NUDDANDI AÐFERÐ

EIN RÚLLA GETUR SANNARLEGA BREYTT LÍFI ÞÍNU

 

Af hverju myndast svæði í líkamanum (trigger - punktar) sem valda vanlíðan?

Tilgangurinn með rúllunni og sjálfnuddandi æfingum sem Ellý gerir með þér er til að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega og til að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega.

Hvað er trigger - punktur?

Triggerpunkti má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum líkamans þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar þrýst er á svæðið finnum við fyrir verkjum eða eymslum sem birtast oft á tíðum sem dofi, tilfinningaleysi, sviði, stingur, vöðvakippur eða titringur. 

Önnur einkenni trigger - punkta getur verið minni hreyfigeta í liðum, húð fölnar og er köld, spennuhöfuðverkur og rennslistöðnun sogæðavökva.  

Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi, álagi, kyrrsetu og blóðþurrð í vefjum.

Foamflex hentar bæði fyrir kyrrsetu- og íþróttafólk.

Verkjalaus vika með Ellý?

Um er að ræða aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger - punktum. Til að úrskýra áhrifin þarf að hafa í huga hvert hlutverk bandvefja er en það er meðal annars til að styðja við líffæri, vöðva og bein, veita vörn gegn hnjaski, mynda brautir fyrir æðar og taugar sem gera okkur kleift að standa uppréttum meðal annars. Þegar tog eða spenna myndast í bandvef getur það haft áhrif á líkamann í heild og myndað skekkjur. 


Við aukum blóðflæðið, vinnum á þreyttum vöðvum og endurnýjum orku líkamans.

Hvernig fer kennslan fram?

Ellý leiðbeinir þér í daglegum myndskeiðum að nudda líkama þinn þar sem hún (og þú) notast við foamrúllu (sem þú færð senda heim áður en áskorun hefst). Unnið er á bandvef, vöðvum og svokölluðum triggerpunktum.

Ellý leggur áherslu á að vinna að því að rúlla djúpt inn í vöðvana til að ná til viðkvæmra svæða og vöðvahnúta með rúllunni og líkamsþunganum einum saman.

Rúllunuddið bætir líkamsástand þitt og flýtir fyrir bata í vöðvum.

Vertu verkjalaus kaupir þú með því að leggja 9.900.- kr inn á reikning 0323-26-5859 kt: 1305705859 og sendir greiðslukvittun á netfangið elly@vellidan.com.   ATH: Mikilvægt er eftir að þú millifærir að senda einnig tölvupóst til elly@vellidan.com úr netfangi þínu.

Screen Shot 2019-04-08 at 10.45.47 PM.pn

nuddrúlla fylgir frítt með

Þú færð senda nuddrúllu að andvirði 5995 krónur* heim til þín áður en Ellý gerir æfingarnar með þér daglega í eina viku. Þú færð send myndskeið þar sem Ellý leiðir þig áfram.   

* ath viðtakandi greiðir sendingarkostnaðinn

  • Nuddrúllan er appelsínugul á litinn 33 cm löng

  • Upprunalega hólkrúllan frá Trigger Point

  • Frábær í vefjalosun

  • Kjagast ekki með tímanum

  • Mismunandi nuddfletir auka blóðflæðið

  • Stífleiki sem hentar flestum

  • Þolir allt að 225kg


Vertu verkjalaus 7 daga áskorun kaupir þú með því að leggja inn á reikning 0323-26-5859 kt: 1305705859 kr: 12900.- og sendir greiðslukvittun á netfangið elly@vellidan.com.   

ATH: Mikilvægt er eftir að þú millifærir að senda einnig tölvupóst til elly@vellidan.com úr netfangi þínu.

Innifalið er einnig:

- selleríáskorun (7 daga löng áskorun)

- breyttur lífstíll (uppskriftir sykur - og hveiti lausar)

- æfingar (færð myndskeið daglega með styrktaræfingum þar sem notast er við vatnsflöskur (eða handlóð))
- heilsuráð, fróðleikur og stuðningur 

Ekki hugsa þig mikið lengur um að bæta líf þitt - nú er tíminn til að sinna manneskjunni sem þarfnast þín mest, þér! Þessi vika á eftir að gjörbreyta lífi þínu. Taktu stjórn á eigin lífi. Taktu þessari áskorun. Við erum að tala um eina viku. EINA VIKU!!!!

 
sellery.jpg

Ellý Ármanns

Flotþerapisti, hóptímakennari, selleríelskandi & spákona

Ellý hefur unun af því að borða holla og nærarríka fæðu. Í gegnum árin hefur hún sankað að sér aragrúa af uppskriftum og nýtur þess að bjóða vinum og vandamönnum í mat að smakka. Uppskriftir Ellýar eru byggðar á Whole30 mataræðinu  þar sem hvorki sykur, hveiti, né aðrar unnar matvörur eru notaðar. Nú býðst þér að vera samferða Ellý í þeim heilbrigða lífstíl sem hún lifir.  

Hóptímakennarinn Ellý:

Ellý er hóptímakennari í líkamsræktarstöðvum Reebok Fitness á Íslandi. Þar leiðir hún tíma sem byggðir eru upp á því að styrkja og móta allan líkamann. Æfingarnar eru gerðar í heitum sal (36-38 gráður). Ellý notast við lóð, teygjur og eigin líkamsþyngd. Unnið er í lotum með mörgum endurtekningum. Fjölbreyttar styrktar æfingar sem henta byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn vinnur með sínar þyngdir og á sínum hraða.

Hugleiðsla í núvitund er henni kær. Hér má heyra möntru Ellýar sem fjöldi Íslendinga notast við.

Ellý stýrir einnig Foam Flex tímum í Reebok Fitness sem er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvefjum og triggerpunktum ásamt átaksteygjum í heitum sal. Þá notast hún við foam rúllur og bolta.

Flotþerapistinn Ellý:

Ellý hefur reynslu af því að vinna í vatni en hún leiðir samflot í Sundhöll Reykjavíkur öll sunnudagskvöld sem eru vel sótt. Hún hefur staðið fyrir slökunarhelgum þar sem spádómar, hugleiðsla, nærandi vatnsmeðferðir og flot eru í aðalhlutverki. Ellý notast við flothettuna http://www.flothetta.com .